FRAMLEIÐANDI: Heilsubarinn
Við erum svo heppin að hafa fengið til liðs við okkur hana Alettu Sørensen sem er reyndur, löggiltur næringarfræðingur með áherslu á hagnýta læknisfræðilega (e. functional medicine) nálgun sem býður nú uppá heilsuráðgjöf fyrir kúnnana okkar.
Aletta hefur einstakan skilning á líkamanum, heildræna hugsun, víðtæka menntun, gríðarlega reynslu og hefur hún náð miklum árangri með skjólstæðingum sínum.
Hún hefur sjálf lent í alvarlegum veikindum sem hún hefur þurft að vinna sig upp úr með hjálp næringar, lífstílsbreytinga og bætiefna. Þetta hefur gefið henni einstaka innsýn í hvað virkar og hvað ekki á eigin skinni og hvernig er hægt að vinna að því að komast að rót veikinda með hjálp hagnýtrar læknisfræðinálgunar.
Aletta hefur unnið með skjólstæðingum um allan heim og hefur sérhæft sig í flóknum veikindum þar sem mörg kerfi líkamans eru í ólagi. Þá hefur hún einnig unnið með fjölmörgum með minna flókin heilsuvandamál þar sem markmiðið er að efla heilsuna og hámarka hana. Hún nýtir sér nýjustu klínísku rannsóknir og fjölbreytta tækni og aðferðir til að hjálpa skjólstæðingum sínum að ná árangri í heilsumarkmiðum sínum.
Hún leggur mikið upp úr að efla heilsu með því að fræða og veita skjólstæðingum sínum verkfæri til að taka sjálft ábyrgð á heilsu sinni og þannig bætt lífsgæði.
Hún hefur einnig unnið við ráðgjöf á háþróuðum bætiefnalínum, unnið að námskeiðum í samstarfi við þekktar erlendar stofnanir og sérfræðinga í greininni, ásamt því að fá umfjöllun í fjölda lækna- og heilsutímarita.
Hvort sem þú ert að leitast eftir að hámarka heilsuna eða vinna með flókin heilsufarsleg vandamál þá tekur Aletta á móti þér í ráðgjöf.
Athugaðu að ráðgjöfin fer fram á ensku og í símaviðtali eða netviðtali. Ef enskan er vandamál getum við einnig skoðað stuðning við þýðingu.