Um Heilsubarinn

Hæ,

ég heiti Guðfinna og er eigandi Heilsubarsins. Ég er heilbrigðisverkfræðingur að mennt og búin að vinna við það síðasliðin 15 árin. Eins og margir sem hafa mikinn áhuga á heilsu þá lenti ég í heilsubresti fyrir 10 árum síðan eftir að hafa haft töluverða viðveru í rakaskemmdu húsnæði og fékk mikil einkenni umhverfisveikinda vegna myglu og annarra heilsuspillandi efna sem gjarnan myndast í slíkum aðstæðum.

Þá var litla aðstoð að fá frá heilbrigðiskerfinu og tók ég málin í eigin hendur og prófaði mig áfram með mataræði, bætiefni og ýmsar meðferðir og náði frábærum bata. Í þessu ferli kafaði ég mikið í fræðin og kynnti mér umhverfisveikindi vel og alla helstu prótokola í heiminum. Ég var orðin þreytt á því að bætiefnin sem ég var að nota fengjust ekki hér á landi og fannst vanta á markaðinn hágæða bætiefni sem virka vel. Þar sem bætiefni hafa gagnast mér vel í að ná og viðhalda góðri heilsu langaði mig að hjálpa öðrum og var það til þess að ég stofnaði Heilsubarinn árið 2021.  

Hvað er Heilsubarinn?

Heilsubarinn er net- og heildverslun með hágæða heilsuvörur. 

Ég hef valið bætiefni, vítamín og aðrar heilsuvörur inná  á Heilsubarnum með tilliti til gæða og prófana á vörunum en það er mjög mikilvægt að efni séu á réttu og aðgengilegu formi sem nýtist líkamanum sem best. Einnig hef ég fengið aðstoð frá erlendum næringarfræðingum og lífstílslæknum til þess að tryggja að reynsla sé komin á bætiefnin erlendis og að þau virki í raun, ekki bara eins og framleiðendur segja að þau geri.

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi. Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Þar sem bakgrunnurinn minn er í klínískum prófunum og rannsóknum skil ég mikilvægi þess að innihaldsefni hafi klínískar rannsóknir á bakvið sig þar sem það á við og að virkni efnanna sé staðfest með prófunum og einnig að það sé staðfest að óæskileg efni finnist ekki í vörunum. 

Ég geri mitt besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við en því miður er mun minna um það í bætiefnaheiminum að klínískar rannsóknir séu gerðar á ákveðnum bætiefna samsetningum en algengara er að stök efni séu prófuð.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is. 

Athugaðu þó að við getum veitt almenna bætiefnaráðgjöf með tölvupósti en ekki ítarlega ráðgjöf eða læknisfræðilega ráðgjöf. Fyrir ítarlegri heilsuráðgjöf endum við á meðferðaraðila.