Um Heilsubarinn

Hæ,

ég heiti Guðfinna og er eigandi Heilsubarsins. Ég er heilbrigðisverkfræðingur að mennt og búin að vinna við það síðasliðin 15 árin. Eins og margir sem hafa mikinn áhuga á heilsu þá lenti ég í heilsubresti fyrir 10 árum síðan eftir að hafa haft töluverða viðveru í rakaskemmdu húsnæði og fékk mikil einkenni umhverfisveikinda vegna myglu og annarra heilsuspillandi efna sem gjarnan myndast í slíkum aðstæðum.

Þá var litla aðstoð að fá frá heilbrigðiskerfinu og tók ég málin í eigin hendur og fiktaði mig áfram með mataræði, bætiefni og ýmsar meðferðir og náði frábærum bata. Í þessu ferli kafaði ég mikið í fræðin og kynnti mér umhverfisveikindi vel og alla helstu prótokola í heiminum. Ég var orðin þreytt á því að bætiefnin sem ég var að nota fengjust ekki hér á landi og fannst vanta á markaðinn hágæða bætiefni sem virka vel. Þar sem bætiefni hafa gagnast mér vel í að ná og viðhalda góðri heilsu langaði mig að hjálpa öðrum og var það til þess að ég stofnaði Heilsubarinn árið 2021.  

Hvað er Heilsubarinn?

Heilsubarinn er net- og heildverslun með hágæða heilsuvörur. 

Ég hef valið bætiefni, vítamín og aðrar heilsuvörur inná  á Heilsubarnum með tilliti til gæða og prófana á vörunum en það er mjög mikilvægt að efni séu á réttu og aðgengilegu formi sem nýtist líkamanum sem best. Einnig hef ég fengið aðstoð frá erlendum næringarfræðingum og lífstílslæknum til þess að tryggja að reynsla sé komin á bætiefnin erlendis og að þau virki í raun, ekki bara eins og framleiðendur segja að þau geri.

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi. Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Þar sem bakgrunnurinn minn er í klínískum prófunum og rannsóknum skil ég mikilvægi þess að innihaldsefni hafi klínískar rannsóknir á bakvið sig þar sem það á við og að virkni efnanna sé staðfest með prófunum og einnig að það sé staðfest að óæskileg efni finnist ekki í vörunum. 

Ég geri mitt besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við en því miður er mun minna um það í bætiefnaheiminum að klínískar rannsóknir séu gerðar á ákveðnum bætiefna samsetningum en algengara er að stök efni séu prófuð.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, hafðu þá endilega samband með því að senda tölvupóst á heilsubarinn@heilsubarinn.is. 

Athugaðu þó að við getum veitt almenna bætiefnaráðgjöf með tölvupósti en ekki ítarlega ráðgjöf eða læknisfræðilega ráðgjöf. Fyrir það bendum við á meðferðaraðila en Heilsubarinn er í samstarfi við marga meðferðaraðila á Íslandi. Endilega hafðu samband við okkur ef þú ert að leita að meðferðaraðila sem þekkir vörurnar á Heilsubarnum. 

Based on 380 reviews
89%
(337)
6%
(24)
2%
(9)
1%
(4)
2%
(6)
Kreatin

Búin að taka þetta í þrjár vikur og mér líður mjög vel

Gerir ekkert

Ég hef því miður ekki fundið nein jákvæð áhrif af Curalin

Fastur liður á morgnana

Hef tekið þessa vítamínblöndu í 3 mánuði og hú er komin til að vera. Finn mun á andlegri líðan sem lýsir sér best í meira jafnaðargeði auk þess sem orkan er stöðugri yfir daginn.

Ég er ótrúlega ‏‏‏þakklát fyrir Trizomal Glutathione.

Ég hef prófað marga orkugjafa í formi fæðubótarefna en þetta stendur algjörlega upp úr hjá mér og hefur staðist væntingar. Ég mæli heilshugar með þessu fyrir alla sem vilja raunverulega finna skýran mun á orku og líka úthaldi.

Orkuboost

Þar sem ég fasta alltaf til hádegis vantaði mig smá aukaorku fyrri hluta dags og svei mér þá hvað hann virkar vel. Organifi græni djúsinn er stútfullur af vítamínum og mjög bragðgóður. Og orkan er sem betur fer orðin betri. Mæli með!

Er búin að taka þetta þrisvar, og ætla að gefa þessu meiri tíma, finn ekkert eins og er

Betri svefn og endurheimt

Sef betur og vakna fersk. Fór að finna greinilegan mun eftir 2-3 vikur. Drekk drykkinn sirka 2klst fyrir svefn.

B
Optimal Electrolyte|Steinefnasölt
Birna Bryndís Þorkelsdóttir
Mjög góð steinefnasölt

Ég er mjög ánægð með Optimal Electrolyte, ég fer mikið í infrarauða gufu og finnst gott að drekka þessi steinefnasölt eftir gufu, mér finnst ég síður fá höfuðverk þegar ég passa upp á söltin. Mun halda áfram að kaupa þessi.

Fullkomin blanda

Ég hef prófað allskona steinefnasölt sem farið misvel í mig. Þessi blanda fer vel í maga og hefur góða virkni t.d. í heitum æfingatímum þar sem mikilvæg sölt tapast úr líkamanum.

Æðisleg vara

Við hjónin elskum þetta gelatín. Set það út í kakóið, súpur, sósur, þykki soðið osfrv. Gelatínið hefur verið lykilþáttur í vegferð minni að heila magann og meltingarfærin.

Beinaseyðisprótein

Hef verið að nota óbragðbætta beinaseyðispróteinið undanfarið sem prótein uppbót. Finnst það fara sérlega vel i maga og hef trú á að það hjálpi beinum og vefjum. Þetta er vara sem ég ætla að nota áfram

Amazing

I really feel a before and after, after consuming this supplement 😻

Ég fór strax að sofa betur eftir að ég fór að taka inn Nu mind wellness.

Heilaþokunni létti

Ég hef verið að glíma við mikil veikindi eftir myglu á vinnustað. Þreyta, orkuleysi, slen, hárlos/brot, útbrot á húð, bólgur í andliti og í likamanum auk þess sem lungun voru mjög viðkvæm. Ég var greind með ofnæmi fyrir myglu ásamt ofnæmis-astma. Eftir að hafa tekið 1 töflu var eins og ég hefði tekið hjálm af höfðinu, því heilaþokunni létti talsvert. Ég fann mikinn mun á mér og fann orku sem ég hafði ekki fundið lengi. Hinsvegar finn ég að það hefur slæm áhrif á meltinguna ef vatnsinntaka er ekki næg. Ég er ekki búin að klára heilt box og hugsa að kannski sé sniðugt að taka pásur á milli. Ég get Klárlega mælt með að gefa þessu bætiefni fyrir fólk sem er að berjast við umhverfisveikindi.

Hjálpar svefninum

Ég á auðveldara með að ná slökun á kvöldin og festa svefn.
Frábær vara.

Flott vara

Hjálpar mikið við að draga úr liðverkjum yfir daginn og bætir orkuna yfir miðja daginn.

Vonbrigði

Hentar mér ekki.

Orkugjafi fyrir líkama og sál

Eftir að ég byrjaði að nota Focuz þá finn ég mikin mun á bæði andlegri og líkamlegri orku. Ég get einbeitt mér meira og lengur í einu að verkefnum. Þessi vara fær 100% mín meðmæli og hef ég nú prófað margt😀

Virkar !

Hef verið með mikla sykurlöngun en eftir þessar töflur hef það alveg borðið og finn fyrir miklu jafnvægi hjá mér ð

Gott fyrir svefninn

Frábær vara

Bragðgott orkuboost, virkilega vönduð vara

Ráðgjöf hjá Alettu

Eftir 10 ár af óútskýrðum veikindum og endalausum læknis tímum án einhverra svara, þá vissi ég alltaf að það væri eitthvað meira að heldur en þessi endalausu regnhlífar hugtök yfir öll þessi óútskýrðu einkenni eins og vefjagigt og ME. Ég vildi ekki sætta mig við að ég væri með einhverja sjúkdóma sem ekki væri hægt að laga!
Ég barðist á hnefanum og las endalaust af fræðigreinum hvað gæti verið að.
Ég var mjög mikið föst heima, þar sem ég hafði ekki mikla orku til að fara út, hvað þá sinna heimilinu. Þá var það bara orðið ljóst að ég virkilega þurfti á meiri hjálp að halda.
Ég þurfti einhvern með meiri/aðra þekkingu eða annað sjónarhorn á öllum þessum veikindum með mér í lið og þá frétti ég af Alettu! þó svo að ég hafi verið efins fyrst, því ég var búin að lenda svo oft á veggjum allstaðar þá var það, það besta sem ég hefði getað gert var að fara til hennar!
Og að upplifa sig ekki lengur eina í öllu skiptir líka mjög miklu máli!
Við tókum allskonar test og það mikilvægasta var að þar lá svarið! Svarið við öllum mínum veikindum og mikið var ég glöð! Loksins var búið að finna út hvað væri að og að það væri hægt að laga það og það gaf mér svo mikla von, þar sem ég var orðin nálægt því að gefast upp þá gaf þetta mér lífsviljann aftur.
Guðfinna (eigandi Heilsubarsins) gerir sitt besta í að panta það sem þarf og viti menn, ég fann mun eftir 2 vikur og sé fram á fullan bata!
Aletta er fljót að svara ef það vakna spurningar og er mikið til taks í þessu ferli og eftirfylgnin er góð.
Núna hef ég verið full af orku síðan ég byrjaði á dropunum þrátt fyrir að eiga langt í land en það er stór sigur að komast uppúr sófanum! Svo ég mæli 100% með Alettu!

Enginn munur

Ég finn engan mun á mér búinn að taka þetta í mánuð.
Virkar eins og lyfleysa