Er áskrifandi og líkar mjög vel.
Getið þið ekki flutt inn Akkermansia frá Pendulum? Þeir neita að senda mér til Íslands.
Tók dálítinn tíma til að virka á mig en er búin með 1 poka og þarf annan, mér líður svo vel í líkamanum
Hef tekið þessar í um ár og þær hjálpa mér mikið með svefninn og rosa þægilegt að vera í áskrift 🤗
Hef tekið þessa vítamínblöndu í 3 mánuði og hú er komin til að vera. Finn mun á andlegri líðan sem lýsir sér best í meira jafnaðargeði auk þess sem orkan er stöðugri yfir daginn.
Ég hef prófað marga orkugjafa í formi fæðubótarefna en þetta stendur algjörlega upp úr hjá mér og hefur staðist væntingar. Ég mæli heilshugar með þessu fyrir alla sem vilja raunverulega finna skýran mun á orku og líka úthaldi.
Þar sem ég fasta alltaf til hádegis vantaði mig smá aukaorku fyrri hluta dags og svei mér þá hvað hann virkar vel. Organifi græni djúsinn er stútfullur af vítamínum og mjög bragðgóður. Og orkan er sem betur fer orðin betri. Mæli með!
Sef betur og vakna fersk. Fór að finna greinilegan mun eftir 2-3 vikur. Drekk drykkinn sirka 2klst fyrir svefn.
Ég er mjög ánægð með Optimal Electrolyte, ég fer mikið í infrarauða gufu og finnst gott að drekka þessi steinefnasölt eftir gufu, mér finnst ég síður fá höfuðverk þegar ég passa upp á söltin. Mun halda áfram að kaupa þessi.
Ég hef prófað allskona steinefnasölt sem farið misvel í mig. Þessi blanda fer vel í maga og hefur góða virkni t.d. í heitum æfingatímum þar sem mikilvæg sölt tapast úr líkamanum.
Við hjónin elskum þetta gelatín. Set það út í kakóið, súpur, sósur, þykki soðið osfrv. Gelatínið hefur verið lykilþáttur í vegferð minni að heila magann og meltingarfærin.
Hef verið að nota óbragðbætta beinaseyðispróteinið undanfarið sem prótein uppbót. Finnst það fara sérlega vel i maga og hef trú á að það hjálpi beinum og vefjum. Þetta er vara sem ég ætla að nota áfram
Ég hef verið að glíma við mikil veikindi eftir myglu á vinnustað. Þreyta, orkuleysi, slen, hárlos/brot, útbrot á húð, bólgur í andliti og í likamanum auk þess sem lungun voru mjög viðkvæm. Ég var greind með ofnæmi fyrir myglu ásamt ofnæmis-astma. Eftir að hafa tekið 1 töflu var eins og ég hefði tekið hjálm af höfðinu, því heilaþokunni létti talsvert. Ég fann mikinn mun á mér og fann orku sem ég hafði ekki fundið lengi. Hinsvegar finn ég að það hefur slæm áhrif á meltinguna ef vatnsinntaka er ekki næg. Ég er ekki búin að klára heilt box og hugsa að kannski sé sniðugt að taka pásur á milli. Ég get Klárlega mælt með að gefa þessu bætiefni fyrir fólk sem er að berjast við umhverfisveikindi.