New
Uppselt

Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Ítarleg ráðgjöf (90 mínútur)

FRAMLEIÐANDI: Heilsubarinn

30.000 kr

Í ítarlegu ráðgjöfinni hjá Alettu er kafað dýpra í heilsuna og horft á samspil allra kerfanna í líkamanum. Á þessari 1 klukkustund og 30 mínútum er notaður ítarlegur spurningalisti til að meta almenna líðan þína, jafnvel á svæðum sem þú gætir ekki verið meðvituð/meðvitaður um að þurfi að sinna. 

Með því að skoða tengslin milli einkenna, heilsufarssögu og líkamskerfa munum við reyna að finna hugsanlegar rætur orsaka og þróa persónulega meðferðaráætlun fyrir þig.

Þessi áætlun mun innihalda markvissar ráðleggingar um fæðubótarefni, mataræði, breytingar á lífsstíl og hugsanlegar ráðleggingar um frekari prófanir eða mat.

Þessi tegund af ráðgjöf hentar einstaklingum með flókin heilsufarsvandamál. 

Ef þú ert ekki flókinn heilsufars vandamál en vilt heilsu- eða bætiefnaráðgjöf þá hentar styttri tími betur. 

Athugaðu að ráðgjöfin fer fram á ensku og í símaviðtali eða netviðtali. Ef enskan er vandamál getum við einnig skoðað stuðning við þýðingu.

Fyrsti tíminn er einn og hálfur tími þar sem farið er í ítarlega heilsufarssögu og síðan kemur Aletta með ráðleggingar í formi næringar, lífstíls, og/eða bætiefna eftir því sem við á.

Stundum bendir hún á bætiefni sem við eigum ekki til en við erum í þeirri aðstöðu að geta sérpantað bætiefni eftir þörfum. 

Meiri upplýsingar um Alettu og ummæli frá skjólstæðingum er að finna hér fyrir neðan undir nánari upplýsingum. 

Customer Reviews

Based on 4 reviews
100%
(4)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
A
Aníta Ýr
Ráðgjöf hjá Alettu

Eftir 10 ár af óútskýrðum veikindum og endalausum læknis tímum án einhverra svara, þá vissi ég alltaf að það væri eitthvað meira að heldur en þessi endalausu regnhlífar hugtök yfir öll þessi óútskýrðu einkenni eins og vefjagigt og ME. Ég vildi ekki sætta mig við að ég væri með einhverja sjúkdóma sem ekki væri hægt að laga!
Ég barðist á hnefanum og las endalaust af fræðigreinum hvað gæti verið að.
Ég var mjög mikið föst heima, þar sem ég hafði ekki mikla orku til að fara út, hvað þá sinna heimilinu. Þá var það bara orðið ljóst að ég virkilega þurfti á meiri hjálp að halda.
Ég þurfti einhvern með meiri/aðra þekkingu eða annað sjónarhorn á öllum þessum veikindum með mér í lið og þá frétti ég af Alettu! þó svo að ég hafi verið efins fyrst, því ég var búin að lenda svo oft á veggjum allstaðar þá var það, það besta sem ég hefði getað gert var að fara til hennar!
Og að upplifa sig ekki lengur eina í öllu skiptir líka mjög miklu máli!
Við tókum allskonar test og það mikilvægasta var að þar lá svarið! Svarið við öllum mínum veikindum og mikið var ég glöð! Loksins var búið að finna út hvað væri að og að það væri hægt að laga það og það gaf mér svo mikla von, þar sem ég var orðin nálægt því að gefast upp þá gaf þetta mér lífsviljann aftur.
Guðfinna (eigandi Heilsubarsins) gerir sitt besta í að panta það sem þarf og viti menn, ég fann mun eftir 2 vikur og sé fram á fullan bata!
Aletta er fljót að svara ef það vakna spurningar og er mikið til taks í þessu ferli og eftirfylgnin er góð.
Núna hef ég verið full af orku síðan ég byrjaði á dropunum þrátt fyrir að eiga langt í land en það er stór sigur að komast uppúr sófanum! Svo ég mæli 100% með Alettu!

M
M.R.
Fagleg og frábær

Það er dásamlegt að tala við Alettu. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og nálgast viðfangsefnið á vísindalegan hátt. Hún sýnir mikla samkennd og er alveg ótrúlega klár, greinilega mjög vel lesin. Mér finnst hún hafa hjálpað mér meira en allir læknar sem ég hef hitt samanlagt - og þeir eru mjög margir. Mæli heilshugar með ef flókin heilsufarsvandamál eru til staðar!

A
Aðalbjörg Pálsdóttir
Frábær ráðgjöf!

"Ég var búin að vera mjög veik í tvö ár og alvarlega veik frá miðjum desember 2022. Ég hafði farið á milli lækna, verið send í alls konar rannsóknir og fengið ýmsar greiningar, sem sumar voru síðar dregnar í efa. Ég var að taka 25 til 30 töflur af kemískum lyfjum á dag. Ég hafði nær enga matarlyst, kúgaðist þegar ég reyndi að setja eitthvað ofan í mig og klígjaði við næstum því öllum mat sem ég horfði á eða fann lykt af. Ég var orðin mjög máttfarin, orkulaus, sljó, einbeitingarlaus, mjög þrútin í andliti og með bjúg á nokkrum stöðum í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli óútskýranlegri vanlíðan bæði andlega og líkamlega. Ég kastaði upp allri næringu sem ég setti ofan í mig hvort sem það var í föstu eða fljótandi formi. Í lokin var ég farin að kasta upp þeim lyfjum sem ég reyndi að innbyrða. Ég lá allan daginn í sófanum undir sæng og var í
rauninni orðin ósjálfbjarga því ég var svo þreklítil. Þrátt fyrir allar þessar rannsóknir fundust engar skýringar á uppköstunum og alvarlegu ástandi mínu.

Í byrjun apríl 2023 fékk ég tölvupóst frá Heilsubarnum þar sem Aletta Sørensen var kynnt til sögunnar. Ég ákvað að panta netspjall við hana og athuga hvort hún gæti hjálpað mér. Það hefur verið ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Það sem heillaði mig við Alettu strax í upphafi var að hún hlustaði á og heyrði það sem ég sagði. Síðan spurði hún mig markvissra spurninga og það voru akkúrat þær spurningar sem ég var að reyna að fá svör við hjá læknum. Ég skynjaði strax að hún tengdi við líðan mína þegar ég lýsti ástandi mínu fyrir henni. Hún vissi strax hvað var í gangi í líkamanum mínum. Hún er greinilega mjög næm á neyðarkall líkamans og fljót að finna leiðir til að laga það.

Í kjölfarið af netspjalli okkar setti hún saman prógramm sem spannaði allar daglegar athafnir mínar: næringu, bætiefni og hvernig á að taka þau, hreyfingu, hvíld og hvers ég mætti vænta í byrjun. Þar voru líka ráðleggingar um hvaða fæðutegundir ég ætti að leggja áherslu á og hvað ég ætti að forðast, a.m.k. á meðan ég var að byggja upp heilsu mína. Það er gríðarlega gott og traustvekjandi að hafa faglega leiðsögn með bætiefnin og mataræðið. Aletta er fagleg, örugg og hefur þægilegt viðmót. Hún setur mál sitt fram með skýrum hætti. Hún grípur ekki fram í þegar ég tala og tekur mig trúanlega. Hún talar auðvelda ensku og meira að segja ég skil það sem hún segir. Guðfinna hjá Heilsubarnum hefur verið með

. Einnig las hún saman, í sérstöku forriti fyrir heilbrigðisstarfsmenn, þau kemísku lyf sem ég var að taka. Þá kom
í ljós að þar voru tvær lyfjategundir sem voru beinlínis hættulegar saman og unnu illa með nokkrum öðrum lyfjum. Um páskana (í byrjun apríl) gleymdi ég að leysa út lyfin mín og gat því ekki tekið þau. Þá gerðist svolítið merkilegt. Ég hætti alveg að kasta upp. Það var því rétt sem Aletta hafði sagt áður um samsetningu lyfjanna. Þetta sýnir vel að Aletta veit hvað hún er að gera.

Ég þarf auðvitað enn þá að taka kemísk lyf en núna, tveimur mánuðum seinna, er ég aðeins að taka fimm kemískar lyfjategundir (8 töflur). Bætiefnin hafa komið í stað hinna með góðum árangri.

Aletta lagði ríka áherslu á það strax í upphafi og ítrekar það alltaf þegar þörf er á að allar lyfjabreytingar skildu vera í samráði við lækna. Hún útbjó bréf, sem ég gat tekið með mér til læknanna, með ábendingum og tillögum. Hún ryðst ekki yfir þeirra verksvið eða vanvirðir þeirra störf á nokkurn hátt. Hún vill vinna með þeim að betri heilsu og líðan fyrir mig. 

Aletta er virk í eftirfylgni og það er greinilegt að henni er mikið í mun að vita hvernig mér líður og hvernig gengur hjá mér. Það er ómetanlegt að finna stuðning hennar, finna að hún hefur áhuga á að ég nái árangri og allt sé að virka rétt. Hún sendir mér því tölvupóst af og til og ég get líka alltaf sent henni tölvupóst og fengið hjá henni bæði ráð og hvatningu. Einnig eigum við reglulega netspjall þar sem við förum yfir málin og hún uppfærir prógrammið mitt út frá líðan minni og ástandi líkamans. Ég á henni margt að þakka. Líf mitt er mikið betra í dag. Eftir að ég skipti yfir í bætiefnin frá Heilsubarnum undir hennar leiðsögn hef ég tekið miklum framförum, bæði líkamlega og andlega. Meira að segja hef ég aftur fengið minn upprunalega háralit en áður var ég orðin talsvert gráhærð. Matarlystin er betri, ég get farið í göngutúra og unnið létt heimilisverk flesta daga.

*** Ég hef aðeins verið undir hennar leiðsögn í tvo mánuði! ***
Við erum bara rétt að byrja :-)

D
D.A.
Heilsuráðgjöf hjá Aletta

Ég get heilshugar mælt með heilsuráðgjöf hjá henni Alettu. Ég hef verið lengi í vafa með það hvaða bætiefni ég eigi að taka. Aletta leiðir mann algerlega í gegn um það hvaða bætiefni maður þarf miðað við þau einkenni sem maður er að eiga við. Það er mjög gott að tala við hana og hún hlustar á mann og útskýrir vel hvað er að gerast í líkamanum miðað við einkenninn sem maður telur upp fyrir henni.
Ég myndi segja að hún hafi mikla þekkingu og reynslu.
Einnig er alltaf hægt að senda henni póst ef það er eitthvað sem maður þarf að spurja út í og hún er mjög fljót að svara til baka.
Hún gaf mér gott plan að fara eftir bæði með mataræðið og einnig hvenær ég eigi að taka hvaða bætiefni ofl.

Mæli hiklaust með ráðgjöf hjá henni, það er mjög gott að fá leiðsögn frá henni í heilsumálum :)

HVERNIG FER RÁÐGJÖFIN FRAM?

Ráðgjöfin fer fram á netinu og færð þú sent fundarboð fyrir fundinn.

Á HVAÐA TUNGUMÁLI FER RÁÐGJÖFIN FRAM?

Hún fer fram á ensku. Ef enskan er vandamál þá getur Guðfinna, eigandi Heilsubarsins tekið þátt og hjálpað við að þýða.

ÉG ER BÚIN/N AÐ VERA VEIK/UR LENGI, GETUR HÚN HJÁLPAÐ?

Aletta hefur sérhæft sig í flóknum veikindum eins og kvillum í meltingu, síþreytu, vefjagigt, umhverfisveikindum, sýkingum (eins og sníkjudýrum, bakteríum, vírsum, m.a. Lyme), long covid og fleira. Ef hún er ekki viss með greiningu eða grunar að um sýkingu sé að ræða sem ekki er staðfest, þá mælir hún stundum með erlendum prófum sem eru þau bestu í heiminum til að staðfesta slíkt og eru hönnuð af læknum.

HVAÐ GERIST ÞEGAR VIÐTALIÐ ER BÚIÐ?

Eftir viðtalið setur hún upp áætlun í formi mataræðis, bætiefna, mælinga eða heilsuvenja eftir því hvers er óskað. Hún er mjög fær í að nota ýmis sérhæf bætiefni sem fást á Heilsubarnum og ef þau eru ekki til hérlendis þá getum við pantað þau.
Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Ítarleg ráðgjöf (90 mínútur)

Heilsuráðgjöf hjá Alettu Sørensen - Ítarleg ráðgjöf (90 mínútur)

30.000 kr