"Ég var búin að vera mjög veik í tvö ár og alvarlega veik frá miðjum desember 2022. Ég hafði farið á milli lækna, verið send í alls konar rannsóknir og fengið ýmsar greiningar, sem sumar voru síðar dregnar í efa. Ég var að taka 25 til 30 töflur af kemískum lyfjum á dag. Ég hafði nær enga matarlyst, kúgaðist þegar ég reyndi að setja eitthvað ofan í mig og klígjaði við næstum því öllum mat sem ég horfði á eða fann lykt af. Ég var orðin mjög máttfarin, orkulaus, sljó, einbeitingarlaus, mjög þrútin í andliti og með bjúg á nokkrum stöðum í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli óútskýranlegri vanlíðan bæði andlega og líkamlega. Ég kastaði upp allri næringu sem ég setti ofan í mig hvort sem það var í föstu eða fljótandi formi. Í lokin var ég farin að kasta upp þeim lyfjum sem ég reyndi að innbyrða. Ég lá allan daginn í sófanum undir sæng og var í
rauninni orðin ósjálfbjarga því ég var svo þreklítil. Þrátt fyrir allar þessar rannsóknir fundust engar skýringar á uppköstunum og alvarlegu ástandi mínu.
Í byrjun apríl 2023 fékk ég tölvupóst frá Heilsubarnum þar sem Aletta Sørensen var kynnt til sögunnar. Ég ákvað að panta netspjall við hana og athuga hvort hún gæti hjálpað mér. Það hefur verið ein af bestu ákvörðunum sem ég hef tekið. Það sem heillaði mig við Alettu strax í upphafi var að hún hlustaði á og heyrði það sem ég sagði. Síðan spurði hún mig markvissra spurninga og það voru akkúrat þær spurningar sem ég var að reyna að fá svör við hjá læknum. Ég skynjaði strax að hún tengdi við líðan mína þegar ég lýsti ástandi mínu fyrir henni. Hún vissi strax hvað var í gangi í líkamanum mínum. Hún er greinilega mjög næm á neyðarkall líkamans og fljót að finna leiðir til að laga það.
Í kjölfarið af netspjalli okkar setti hún saman prógramm sem spannaði allar daglegar athafnir mínar: næringu, bætiefni og hvernig á að taka þau, hreyfingu, hvíld og hvers ég mætti vænta í byrjun. Þar voru líka ráðleggingar um hvaða fæðutegundir ég ætti að leggja áherslu á og hvað ég ætti að forðast, a.m.k. á meðan ég var að byggja upp heilsu mína. Það er gríðarlega gott og traustvekjandi að hafa faglega leiðsögn með bætiefnin og mataræðið. Aletta er fagleg, örugg og hefur þægilegt viðmót. Hún setur mál sitt fram með skýrum hætti. Hún grípur ekki fram í þegar ég tala og tekur mig trúanlega. Hún talar auðvelda ensku og meira að segja ég skil það sem hún segir. Guðfinna hjá Heilsubarnum hefur verið með
. Einnig las hún saman, í sérstöku forriti fyrir heilbrigðisstarfsmenn, þau kemísku lyf sem ég var að taka. Þá kom
í ljós að þar voru tvær lyfjategundir sem voru beinlínis hættulegar saman og unnu illa með nokkrum öðrum lyfjum. Um páskana (í byrjun apríl) gleymdi ég að leysa út lyfin mín og gat því ekki tekið þau. Þá gerðist svolítið merkilegt. Ég hætti alveg að kasta upp. Það var því rétt sem Aletta hafði sagt áður um samsetningu lyfjanna. Þetta sýnir vel að Aletta veit hvað hún er að gera.
Ég þarf auðvitað enn þá að taka kemísk lyf en núna, tveimur mánuðum seinna, er ég aðeins að taka fimm kemískar lyfjategundir (8 töflur). Bætiefnin hafa komið í stað hinna með góðum árangri.
Aletta lagði ríka áherslu á það strax í upphafi og ítrekar það alltaf þegar þörf er á að allar lyfjabreytingar skildu vera í samráði við lækna. Hún útbjó bréf, sem ég gat tekið með mér til læknanna, með ábendingum og tillögum. Hún ryðst ekki yfir þeirra verksvið eða vanvirðir þeirra störf á nokkurn hátt. Hún vill vinna með þeim að betri heilsu og líðan fyrir mig.
Aletta er virk í eftirfylgni og það er greinilegt að henni er mikið í mun að vita hvernig mér líður og hvernig gengur hjá mér. Það er ómetanlegt að finna stuðning hennar, finna að hún hefur áhuga á að ég nái árangri og allt sé að virka rétt. Hún sendir mér því tölvupóst af og til og ég get líka alltaf sent henni tölvupóst og fengið hjá henni bæði ráð og hvatningu. Einnig eigum við reglulega netspjall þar sem við förum yfir málin og hún uppfærir prógrammið mitt út frá líðan minni og ástandi líkamans. Ég á henni margt að þakka. Líf mitt er mikið betra í dag. Eftir að ég skipti yfir í bætiefnin frá Heilsubarnum undir hennar leiðsögn hef ég tekið miklum framförum, bæði líkamlega og andlega. Meira að segja hef ég aftur fengið minn upprunalega háralit en áður var ég orðin talsvert gráhærð. Matarlystin er betri, ég get farið í göngutúra og unnið létt heimilisverk flesta daga.
*** Ég hef aðeins verið undir hennar leiðsögn í tvo mánuði! ***
Við erum bara rétt að byrja :-)