Rocket Whey er hágæða lífrænt sænskt mysuprótein úr grasfóðruðum kúm.
Hvað er sérstakt við þetta prótein?
✔ Hátt prótein innihald (80 %) í hreina en 70% í súkkulaði
✔ Úr grasfóðruðum kúm
✔ Frá lífrænum býlum
✔ Hlutlaust bragð eða súkkulaði eftir því hvort hentar þér
✔ Engin gervisæta eða sykur í hreina en stevía í súkkulaði
✔ Engin bragðefni eða aukaefni, einungis kakó í súkkulaði
Algjörlega óspillt mysuprótein er notað í Rocket Whey próteinið. Mysan er fengin úr grasfóðruðum kúm frá lífrænum býlum. Bragðlausa tegundin inniheldur ekkert annað en hreint mysuprótein.
Kýrnar sem mysan er fengin úr hafa aldrei fengið hormóna meðferðir. Vinnsluaðferðin sem er notuð er mjög mild og er forðast að nota ónauðsynlegar vinnsluaðferðir sem algengt er að sé notað á mysuprótein eins og krossflæðis síun, vatnsrof, sýrubað og geislun. Þetta gerir það að verkum að próteinið heldur náttúrulegri uppbyggingu sinni og hefur ekki afmyndast eða misst eiginleika sína.
Nyttoteket fyrirtækið sem framleiðir próteinið er mikið í mun að kýrnar sem vörurnar þeirra eru fengnar úr líði vel, fái félagsskap og fái að valsa um á stóru útisvæði, fái hreint fæði og gras að borða.
Hvernig nota ég próteinið?
Gott er að blanda um 30g í 2-3 dl af vatni eða annan vökva. Til að próteinið nái að blandast vel við vökvann er best að hrista saman eða setja í blandara. Einnig má smella próteininu í uppáhalds hristinginn.
Ofnæmisvaldar:
Varan inniheldur mjólk