Þetta náttúrulega tannkrem frá Dimple Oral Care inniheldur hydroxyapatite sem er öruggt og áhrifaríkt þegar kemur að því að styrkja, hvetja steinefnamyndun í tönnum og vernda tennurnar.
Mörg náttúruleg tannkrem miða að því að taka út óæskileg efni en oft dregur verulega úr virkninni og geta náttúrulega efnin sem notuð eru verið of slípandi og eyðandi fyrir glerunginn. Efnin í Dimples tannkreminu eru örugg en áhrifarík efni fyrir þá sem kjósa að nota ekki flúor.
Tannkremið er hannað af breska tannlækninum Dr. Pippu Nichols sem tók eftir því að ekki var mikið um örugg og áhrifarík tannkrem fyrir skjólstæðinga hennar sem ekki gátu eða vildu ekki nota flúor. Hún hannaði því sitt eigið tannkrem byggt á tannlækna-, vísindaþekkingu sinni og miklum áhuga á heilsu.
Nánari upplýsingar fyrir neðan.