New
Uppselt

Myotape - munnplástrar fyrir neföndun (90 stykki)

FRAMLEIÐANDI: Buteyko Clinic

3.990 kr

Myotape plásturinn umlykur munninn með gat fyrir varir og er hannaður til að færa varir saman á öruggan máta til þess að stuðla að neföndun. Plástrarnir eru orðnir húðlitaðir aftur (ekki bláir) :)

Hvernig veistu hvort þú sofir með opinn munninn?

Algeng einkenni þess að sofa með opinn munninn eru:

  • Að vakna þurr í munninum
  • Andremma
  • Að vakna með særindi í hálsi
  • Morgunhöfuðverkur

Af hverju í ósköpunum ætti ég að plástra á mér munninn?

Eftirfarandi er mögulegur ávinningur af því að plástra munninn og stuðla að neföndun í staðinn fyrir munnöndun:

Minnka munnhrotur:

Við vitum að hrotur minnka gæði svefns þíns og makans þíns. Það að anda með opinn munninn getur ýkt hrotur þar sem öndunarvegurinn verður þurr og þröngur. Auka rúmmálsflæðið sem verður við oföndun með munni býr til hringiðu í nefi, munni og hálsi og ýtir undir hrotur. Með því að auka grunna, rólega neföndun geturðu dregið úr einkennum hrota og kæfisvefns og farið í slökunarástand.

Bæta kæfisvefn og styðja CPAP (kæfisvefnsvélar)

Kæfisvefn er ekki þæginlegt ástand og truflar svefn, ásamt því að geta valdið einkennum á borð við kvíða, þunglyndi, hjartavandamálum og háþrýstingi. Munnöndun er einn þáttur kæfisvefns. Rannsóknir hafa sýnt að kæfisvefnsvélar virka ekki sem skyldi vegna munnöndunar og fer þá loftið fram hjá munninum í stað þess að komast í öndunarveginn. Með því að nota neföndun þá nýtisti kæfisvefnsvélin þín betur.

Hjálpa við einbeitingu, bæta svefngæði og minnka þreytu:

Þegar við verðum fyrir svefntruflunum, verður allt erfiðara... Þú vaknar upp pirruð/pirraður, átt erfiðara með einbeitingu, framleiðnin minnkar og stressið eykst. Hæga, djúpa öndunin sem þú framkvæmir þegar þú andar með nefinu hjálpar nægu súrefni að komast í heilann þannig að þú hugsir skýrar. Það virkjar einnig parasympatíska taugakerfið og kallar þannig fram slökun.

Draga úr astma einkennum

Astma, nefslímubólga og bólgur haldast í hendur og er það þess vegna sem svo margir sem eiga við öndunarerfiðleika að glíma eru með stíflur í nefi. Það skapar vítahring af stífluðu nefi, pirringi í öndunarvegi, stífluðu nefi og ennþá meiri munnöndun. Jafnvel þótt þú finnir ekki fyrir því þá eru gæði svefnsins þíns verri ef þú ert með stíflað nef vegna ofnæmis, astma eða nefslímubólgu þá ertu tvisvar sinnum líklegri til að upplifa meðal til alvarlegra svefntruflana vegna þessa. Ef þú ert með astma þá getur það að skipta í neföndun úr munnöndun bætt lífsgæði til muna. Margir finna fyrir um helmingi minni einkenna eftir að hafa skipt.

Bæta munn- og tannheilsu:

Sýnt hefur verið fram á að munnöndun valdi tannskemmdum, tannholdssjúkdómum og andremmu. Það er mjög auðvelt að vita hvort þú hafir sofið með munninn opinn eða lokaðan, því þú vaknar með þurran munn og vont bragð í munninum ef þú hefur sofið með munninn opinn og notað munnöndun. Munnvatn er mjög mikilvægt fyrir góða meltingu og hjálpar að halda munninum rökum, hreinum og hlutlausu sýrustigi. 

Draga úr kvíða:

Neföndun virkar eins og áður hefur komið fram parasympatíska taugakerfið sem er frábær leið til að minnka einkenni kvíða. Það leiðréttir einnig oföndun sem lækkar koltvísýring í blóði (sem er þekkt kveikja á kvíðaköstum)

Auka íþróttaárangur og þrek:

Þegar þú æfir þá er rétt öndun lykill að góðum árangri og þoli. Þegar þú skiptir í neföndun þá stendurðu sjaldnar á öndinni, færð meiri kjarnastyrk og getur dregið úr meiðslum. Þú færð einnig aukið súrefni til vöðva og getur dregið úr áreynsluastma.

Hvernig virkar plásturinn og hvernig er hann ólíkur teipum sem eru notuð til að loka munninum?

Teygjan í plástrinum gefur létta en stöðuga áminningu um að halda vörum saman sem er ólíkt teipum sem halda munninum alveg saman. Plásturinn er hugsaður sem æfingartæki í að halda munni lokuðum og anda með nefinu. Þar sem hægt er að opna munninn og tala eða ef eitthvað óhapp kemur upp þá er það mun öruggara en að teipa munninn alveg saman.

Talið er að það taki um 60 til 90 daga til að breyta venjum og er því mælt með að nota plásturinn í svo marga daga (að sjálfsögðu með að skipta um á hverjum degi).  

Athugaðu að velja skegg plásturinn ef þú ert með skegg. Húðin þarf að vera hrein og ekki nýkremuð, annars haldast plástrarnir ekki á. 

Mismunandi stærðir:

Athugið að það hentar flestum fullorðnum að taka large plástur.

Small: Aldur 4-15 ára

Medium: 16 ára og eldri (þeir sem eru með minni munn). Gatið er 3.7cm og það á að teygja plásturinn 30% sem endar í 4.8cm.

Large: 16 ára og eldri. Gatið eru 4cm sem fer í 5,2cm með strekkingu fyrir þá sem vilja mæla.

 

Large
Medium
Small
Barna
Fyrir viðkvæma (Large)
Fyrir skegg
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Munnplástrar

Notkun
Vísindagreinar

1. Lal, C.; Strange, C.; Bachman, D. Neurocognitive impairment in obstructive sleep apnea. Chest 2012, 141, 1601–1610.
2. Foldvary-Schaefer, N.R.; Waters, T.E. Sleep-Disordered Breathing. Continuum 2017, 23, 1093–1116.
3. Yamauchi, M.; Tamaki, S.; Yoshikawa, M.; Ohnishi, Y.; Nakano, H.; Jacono, F.J.; Loparo, K.A.; Strohl, K.P.; Kimura, H. Differences
in breathing patterning during wakefulness in patients with mixed apnea-dominant vs. obstructive-dominant sleep apnea. Chest 2011, 140, 54–61.
4. Courtney, R. Breathing retraining in sleep apnoea: A review of approaches and potential mechanisms. Sleep Breath 2020, 24, 1315–1325.
5. Messineo, L.; Taranto-Montemurro, L.; Azarbarzin, A.; Oliveira Marques, M.D.; Calianese, N.; White, D.P.; Wellman, A.; Sands, S.A. Breath-holding as a means to estimate the loop gain contribution to obstructive sleep apnoea. J. Physiol. 2018, 596, 4043–4056.
6. Jack, S.; Rossiter, H.B.; Pearson, M.G.; Ward, S.A.; Warburton, C.J.; Whipp, B.J. Ventilatory responses to inhaled carbon dioxide, hypoxia, and exercise in idiopathic hyperventilation. Am. J. Respir. Crit. Care Med. 2004, 170, 118–125.
7. Jones, M.; Harvey, A.; Marston, L.; O’Connell, N.E. Breathing exercises for dysfunctional breathing/hyperventilation syndrome
in adults. Cochrane Database Syst. Rev. 2013, 5, CD009041.
8. Courtney, R. Multi-dimensional model of dysfunctional breathing and integrative breathing therapy–commentary on the functions
of breathing and its dysfunctions and their relationship to breathing therapy. J. Yoga Phys. Ther. 2016, 6, 4.
9. Buchholz, I. Breathing, voice, and movement therapy: Applications to breathing disorders. Biofeedback Self Regul. 1994, 19,
141–153.
10. Faust-Christmann, C.A.; Taetz, B.; Zolynski, G.; Zimmermann, T.; Bleser, G. A Biofeedback App to Instruct Abdominal Breathing
(Breathing-Mentor): Pilot Experiment. JMIR Mhealth Uhealth 2019, 7, e13703.
11. Bruton, A.; Holgate, S.T. Hypocapnia and asthma: A mechanism for breathing retraining? Chest 2005, 127, 1808–1811.
12. Courtney, R. Strengths, Weaknesses, and Possibilities of the Buteyko Breathing Method. Biofeedback 2008, 36, 59–63.
13. McKeown, P. The Buteyko technique: News. J. Dent. Sleep Med. 2019, 6, 2.
14. Russo, M.A.; Santarelli, D.M.; O’Rourke, D. The physiological effects of slow breathing in the healthy human. Breathe 2017, 13,
298–309.
15. Bilo, G.; Revera, M.; Bussotti, M.; Bonacina, D.; Styczkiewicz, K.; Caldara, G.; Giglio, A.; Faini, A.; Giuliano, A.; Lombardi, C.; et al.
Effects of slow deep breathing at high altitude on oxygen saturation, pulmonary and systemic hemodynamics. PLoS ONE 2012,
7, e49074.
16. Ainsworth, B.; Bruton, A.; Thomas, M.; Yardley, L. One year later: Highlighting the challenges and opportunities in disseminating
a breathing-retraining digital behaviour change intervention. Digit. Health 2020, 6, 2055207620936441.
17. Bruton, A.; Lee, A.; Yardley, L.; Raftery, J.; Arden-Close, E.; Kirby, S.; Zhu, S.; Thiruvothiyur, M.; Webley, F.; Taylor, L.; et al.
Physiotherapy breathing retraining for asthma: A randomised controlled trial. Lancet Respir. Med. 2018, 6, 19–28.
18. Santino, T.A.; Chaves, G.S.; Freitas, D.A.; Fregonezi, G.A.; Mendonça, K.M. Breathing exercises for adults with asthma. Cochrane
Database Syst. Rev. 2020, 3, CD001277.
19. Vagedes, J.; Helmert, E.; Kuderer, S.; Vagedes, K.; Wildhaber, J.; Andrasik, F. The Buteyko breathing technique in children with
asthma: A randomized controlled pilot study. Complement. Ther. Med. 2020, 23, 102582.
20. Heinzer, R.; Vat, S.; Marques-Vidal, P.; Marti-Soler, H.; Andries, D.; Tobback, N.; Mooser, V.; Preisig, M.; Malhotra, A.; Wae-
ber, G.; et al. Prevalence of sleep-disordered breathing in the general population: The HypnoLaus study. Lancet Respir. Med. 2015,3, 310–318.
21. Osman, A.M.; Carter, S.G.; Carberry, J.C.; Eckert, D.J. Obstructive sleep apnea: Current perspectives. Nat. Sci. Sleep 2018, 10, 21–34.
22. Senaratna, C.V.; Perret, J.L.; Lodge, C.J.; Lowe, A.J.; Campbell, B.E.; Matheson, M.C.; Hamilton, G.S.; Dharmage, S.C. Prevalence
of obstructive sleep apnea in the general population: A systematic review. Sleep Med. Rev. 2017, 34, 70–81.
23. Subramani, Y.; Singh, M.; Wong, J.; Kushida, C.A.; Malhotra, A.; Chung, F. Understanding Phenotypes of Obstructive Sleep
Apnea: Applications in Anesthesia, Surgery, and Perioperative Medicine. Anesth. Analg. 2017, 124, 179–191.
24. Appleton, S.L.; Vakulin, A.; McEvoy, R.D.; Vincent, A.; Martin, S.A.; Grant, J.F.; Taylor, A.W.; Antic, N.A.; Catcheside, P.G.; Wittert,
G.A.; et al. Undiagnosed obstructive sleep apnea is independently associated with reductions in quality of life in middle-aged,
but not elderly men of a population cohort. Sleep Breath 2015, 19, 1309–1316.

Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Based on 19 reviews
84%
(16)
5%
(1)
0%
(0)
5%
(1)
5%
(1)
S
Stella
Munnplástur (sensitive)

Vissi ekki að þessi vara væri til en var bent á þetta til að bæta svefn og ég get klárlega mælt með!

M
Margrét Þóra Jónsdóttir
Mjög ánægð

Ég finn mun og ég sef betur. Er ekki að vakna á morgnanna með þurrk í muninum🥰

E
Eyrún Ólafsdóttir
Myotape plástur

Þessi plásturinn hjálpar mér að sofa betur, ég vakna mikið minna á nætur og ég verð hressari eftir svefninn. Ég er með væg kæfisvefn. Ég er mjög ánægð með vörurnar.

G
Guðríður Traustadóttir

Virka rosalega vel en það á það til að skilja eftir plástur eða lím í kringum munninn

E
Elísabet Axelsdóttir
Er búin að leita lengi að einhverju sem virkar gegn kæfisvefni

Er búin að nota plásturinn í ca hálfan mánuð og það er engin spurning að þetta virkar. Virðist ekki fara í öndunarstopp lengur !

Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Myotape - munnplástrar fyrir neföndun (90 stykki)

Myotape - munnplástrar fyrir neföndun (90 stykki)

3.990 kr
Large
Medium
Small
Barna
Fyrir viðkvæma (Large)
Fyrir skegg