FRAMLEIÐANDI: Seeking Health
Histamin Digest (nýtt nafn) frá Seeking Health hentar mjög vel fyrir þá sem þola illa histamín eða eru með histamínóþol.
Það inniheldur einkaleyfaverndaða ensíma formúlu sem gefur 10000 HDU af diamin oxidase (DAO) - ensímið sem hefur stóru hlutverki að gegna í að brjóta niður histamín úr fæðu.
Histamín getur verið tvíeggja sverð. Það er nauðsynlegt fyrir okkur en það getur líka valdið alls konar einkennum.
Histamín er frábært til að halda óværum (pathogens) í burtu í meltingunni.
Það örvar ónæmiskerfið til að ráðast á óværuna.
Það er einnig talioð hjálpa við bylgjuhreyfingar meltingarinnar. Það er taliðo hjálpa maganum að seita ensímum sem brjóta niður prótein.
Þannig að það er augljóst að við viljum endilega hafa histamín í meltingunni okkar, bara ekki of mikið af þeim.
Of mikið af histamínum er ekki gott og getur það sent röng skilaboð til ónæmiskerfisins og hvatt það í að senda drápsfrumur af stað og búa til bólgusvar. Það getur leitt til histamínóþols, meltingareinkenna, ofnæmis og fleira.
DAO hefur verið klínískt rannsakað og verið sannað að það brjóti niður histamín í meltingarveginum.
Til þess að viðhalda vörnum meltingarvegarins við histamínum góðum er mælt með ProBiota Histamin X og er mikilvægt að finna rót vandans.
Það virðist vera töluvert algengt að fólk sem hefur veikst vegna rakaskemmda finni fyrir histamín viðkvæmni.
En hvar eru öll þessi histamín að fela sig, ertu að innbyrða mikið af histamínum?
Því miður er mikið af histamínum í fullt af mat sem þér finnst sennilega góður og ert jafnvel að borða til að bæta heilsuna.
Þau finnast helst hér:
- Gömlum ostum
- Áfengi (sérstaklega í rauðvíni og kampavíni)
- Beinasoði
- Súkkulaði
- Sítrus (ekki sítrónum samt)
- Reyktu og unnu kjöti eins og pylsum, salami, pepperoni..
- Þurrkuðum ávöxtum
- Gerjuðum mat eins og jógúrti, sýrðum rjóma, súrkáli, kefir..
- Ávaxtasafa
- Fiski - sérstaklega reyktum eða niðursoðnum
- Ferskum tómötum
- Spínati
- Ediki