New
Uppselt

Megasporebiotic - Gerlar á sporaformi

FRAMLEIÐANDI: Microbiomelabs

10.790 kr

Sporagerlarnir frá Microbiome labs henta vel til að endurnýja þarmaflóruna eftir að hún er komin á slæman stað eða eftir mikla sýklalyfjanotkun. Þetta er oft fyrsta skrefið þegar kemur að því að byggja upp góða þarmaflóru. Þessir gerlar vinna góða grunnvinnu og undirbúa jarðveginn fyrir aðra góðgerla til að þeir þrífist vel og fjölgi sér og myndi breiða og fjölbreytta þarmaflóru.  

Megasporebiotic er blanda góðgerla sem inniheldur 5 tegundir Bacillusspora gerla sem vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að viðhaldi heilbrigðri þarma virkni og heilbrigðu ónæmiskerfi.

Athugið að þessir gerlar eru mjög öflugir og því er gott að byrja að prufa sig áfram á litlum skömmtum til að forðast óþægindi. Auðvelt er að opna hylkin og nota/gefa með mat. Mikilvæg er að fylgja leiðbeiningum um skammtastærðir og hlusta á líkamann. Einkenni eins og loftgangur, uppþemba, smá krampar eða lausar hægðir geta þýtt að varan er að virka en líka að þú sért líklega að taka of mikið. Gott er að hætt þá að taka vöruna þangað til einkennin hverfa alveg. Þau ættu að hverfa á 2-3 dögum. Þegar þér líður aftur vel geturðu byrjað aftur á lægri skammti eða á lengri tíma. Ef þú ert mjög mjög mikil þarmavandamál, viðkvæman maga eða sjálfsofnæmissjúkdóma er gott að byrja mjög rólega, nema læknir, náttúru- eða grasalæknir hafi mælt með öðru. Sjá nánari meðmæli um skammtastærðir og tímasetningar fyrir neðan.  

Gerlarnir eru prófaðir eftir hæstu gæðakröfum og má lesa nánar um framleiðsluferi þeirra hér fyrir neðan. Tvífasa líftími Bacillusspora gerlanna gerir þeim kleift að breyta sér úr hlutlausu ástandi í virkt ástand eftir því í hvaða umhverfi þeir eru í líkamanum. Þeir eru hlutlausir á leið sinn niður efri hluta meltingarvegarins en þegar þeir komast í umhverfi sem hentar þeim, eins og í ristlinum, þá virkjast þeir. 

Margir gerlar á markaðnum eru ekki gæddir þessum tvífasa hæfileikum og lifa því ekki af vegferð sína niður mjög krefjandi umhverfi meltingarvegarins og eru sumir mögulega gagnslausir þegar þeir komast loks á réttan stað. 

Megasporebiotic gerlarnir eru það harðgerðir að þeir þola bakstur í ofni upp að 230°C!

Talið er að allt af 70% ónæmiskerfisins sé staðsett í þörmunum. Rannsóknir sýna að Bacillus subtilis gerilinn styðji við þróun GALT (gut-associated lymphoid tissue) sem er talið nauðsynlegt fyrir virkt og öflugt ónæmiskerfi. 

Útlistun á vísindagreinum sem styðja vöruna má finna fyrir neðan fyrir þá sem hafa áhuga. 

60 hylki
180 hylki
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing

Nutritional Information
Serving Size: 2 capsules
Servings Per Container: 30
  Amount Per Serving %Daily Value
Proprietary Blend: 152 mg *
5 Billion Spore Cells (5x10)
Bacillus clausii (SC-109)
Bacillus subtilis HU58
Bacillus coagulans (SC-208)
Bacillus licheniformis (SL-307)
* Daily Value not established.

Other Ingredients: Cellulose; capsule shell (cellulose, water).

Notkun

Ráðlagður dagsskammtur fyrir heilbrigða einstaklinga:

Vika 1: Best er að byrja á 1/2 eða 1 hylki annan hvern dag með mat

Vika 2: 1/2 eða 1 hylki daglega ef vel þolað

Vika 3+: 2 hylki daglega



Ráðlagður dagsskammtur fyrir viðkvæma einstaklinga:

Vika 1: Best er að byrja á 1/4 til 1/2 hylki annan hvern dag með mat.

Vika 2: 1/2 eða 1 hylki daglega ef vel þolað

Vika 3+: 2 hylki daglega

Langtíma viðhaldsskammtur: 1 hylki á viku

Mjög einstaklingsbundið er hversu mikið hver þolir af gerlunum og þarftu að vera vel vakandi fyrir því. Eins og kemur fram að ofan geta viðkvæmir einstaklingar þurft að minnka skammtinn í 1/4 hylki eða minna. Sumir finna fyrir vægum krömpum í maga, lausum hægður og breytingu í hægðum. Þó að sum þessara einkenna geti verið óþæginleg þá geta þau verið merki um að gerlarnir séu að virka. Einkennin ættu að hætta á 2-3 dögum, ef þau vara lengur en það er ráðlagt að hætta inntöku þeirra. Eins og með öll fæðubótarefni skal hætta neyslu ef til alvarlegra einkenna kemur og leita læknis.

Vísindagreinar

MCFARLIN BK, HENNING AL, CARBAJAL KM.

Oral spore-based probiotic supplementation was associated with reduced incidence of post-prandial dietary endotoxin, triglycerides, and disease risk biomarkers. World J Gastrointest Pathophysiol. 2017 Aug 15; 8(3): 117–126.

RHEE KJ, SETHUPATHI P, DRIKS A, ET AL.
Role of commensal bacteria in development of gut-associated lymphoid tissue and preimmune antibody repertoire. J Immunol. 2004;172(2):1118-24.

DE PUNDER K, PRUIMBOOM L.
Stress induces endotoxemia and low-grade inflammation by increasing barrier permeability. Front Immunol. 2015;15(6):223.

GONG Y, LI H, LI Y.
Effects of Bacillus subtilis on epithelial tight junctions of mice with inflammatory bowel disease. J Interferon Cytokine Res. 2016;36(2).

SAMANYA M, YAMAUCHI K.
Histological alterations of intestinal villi in chickens fed dried Bacillus subtilis var. natto. Comp Biochem Physiol A Mol Integr Physiol. 2002;133(1):95-104.

TAM NKM, UYEN NQ, HONG HA, ET AL.
The Intestinal Life Cycle of Bacillus subtilis and Close Relatives. Journal of Bacteriology. 2006;188(7):2692-2700.

“SURVIVAL OF PROBIOTICS IN SIMULATED GASTRIC FLUID.”
Food Science Center Report. Silliker Labs. RPN 16663. August 24, 2013.

GIBSON GR, ROUZAUD G, BROSTOFF J, ET AL.
An evaluation of probiotic effects in the human gut: microbial aspects. Final Technical report. FSA project ref G01022.

LEFEVRE M, RACEDO SM, RIPERT G, ET AL.
Probiotic strain Bacillus subtilis CU1 stimulates immune system of elderly during common infectious disease period: a randomized, double-blind placebo-controlled study. Immun Aging. 2015;12:24.

SERRA CR, EARL AM, BARBOSA TM, ET AL.
Sporulation during Growth in a Gut Isolate of Bacillus subtilis. J Bacteriol. 2014;196(23):4184-4196.

HONG HA, KHANEJA R, TAM NMK, ET AL.
Bacillus subtilis isolated from the human gastrointestinal tract. Res Microbiol. 2009;160(2):134-143.

MANDEL DR, EICHAS K, HOLMES J.
Bacillus coagulans: a viable adjunct therapy for relieving symptoms of rheumatoid arthritis according to a randomized, controlled trial. BMC Complement Altern Med. 2010;10:1.

MARSEGLIA GL, TOSCA M, CIRILLO I, ET AL.
Efficacy of Bacillus clausii spores in the prevention of recurrent respiratory infections in children: a pilot study. Ther Clin Risk Manag. 2007;3(1):13-7.

URDACI MC, BRESSOLLIER P, PINCHUK I, ET AL.
Bacillus clausii probiotic strains: antimicrobial and immunomodulatory activities. J Clin Gastroenterol. 2004;38(6 Suppl):S86-90.

NISTA EC, CANDELLI M, CREMONINI F, ET AL.
Bacillus clausii therapy to reduce side-effects of anti-Helicobacter pylori treatment: randomized, double-blind, placebo controlled trial. Aliment Pharmacol Ther. 2004 Nov;20(10):1181-8.

GABRIELLI M, LAURITANO EC, SCARPELLINI E, ET AL.
Bacillus clausii as a Treatment of Small Intestinal Bacterial Overgrowth. Am J Gastroenterol. 2009;104(5):1327-8.

DI CARO S, TAO H, GRILLO A, ET AL.
Bacillus clausii effect on gene expression pattern in small bowel mucosa using DNA microarray analysis. Eur J Gastroenterol Hepatol. 2005;17(9):951-60.

CIPRANDI G, TOSCA MA, MILANESE M, ET AL.
Cytokines evaluation in nasal lavage of allergic children after Bacillus clausii administration: A pilot study. Pediatr Allergy Immunol. 2004;15(2):148-51.

CASULA G, CUTTING SM.
Bacillus Probiotics: Spore Germination in the Gastrointestinal Tract. App Environ Microb. 2002;68(5):2344-2352.

Mikilvægar upplýsingar

Upplýsingum sem eru á síðunni er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustu.

Sjúklingar á lyfjum, sérstaklega þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður neysluskammtur segir til um.

Fæðubótarefna skal ekki neyta í stað fjölbreyttrar fæðu.

Geyma skal vöruna þar sem börn ná og sjá ekki til.

Customer Reviews

Based on 3 reviews
67%
(2)
33%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
J
J.S.H.
Bestu góðgerlarnir!

Ég hef oft rekist á umsagnir um þessa góðgerla á Instagram hjá erlendum „heilsugúrúum“ og var því mjög glöð þegar ég sá að þeir fengjust hjá Heilsubarnum (og í raun fann ég Heilsubarinn upphaflega þegar ég var að googla hvar ég gæti keypt þessa góðgerla) :-)

Ég var með mjög miklar væntingar áður en ég byrjaði að taka þessa góðgerla inn svo að það kom mér skemmtilega á óvart að þeir stóðust allar mínar kröfur og gott betur en það. Fyrir utan að hafa góð áhrif á meltinguna þá hafa þeir líka góð áhrif á krónískar kinn- og ennisholubólgur (ég verð strax minna stífluð í nefinu eftir að ég er búin að taka inn töflu - ótrúlegt en satt). Heilbrigð þarmaflóra er möst til að heilsan sé í lagi - hún hefur áhrif á allan líkamann, líka nefið :-) Já og svo má ekki gleyma að þessir góðgerlar hafa hjálpað fólki sem hefur lent í myglu.

Takk Heilsubarinn fyrir að bjóða upp á þessa frábæru góðgerla - aldrei hætta að vera með þá til sölu <3

P.S. Það er mjög mikilvægt að byrja hægt og rólega að taka inn góðgerlana. Fylgið leiðbeiningunum sem eru aftan á glasinu. Alveg sama þó að þið hafið takið inn góðgerla áður - þessir eru bara svo öflugir, ekki gott að fara of geyst af stað.

T
Tinna Skuladottir

.

R
Rannveig Þ.

Mæli með þessari vöru

Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Megasporebiotic - Gerlar á sporaformi

Megasporebiotic - Gerlar á sporaformi

10.790 kr
60 hylki
180 hylki