FRAMLEIÐANDI: Seeking Health
Finnst þér of mikið af vítamínum í mörgum meðgönguvítamínum og vilt bara það allra nauðsynlegasta en öflugasta fyrir heilbrigða meðgöngu? Ef þú ert að leita að meðgönguvítamíni með öllu í þá er Optimal Prenatal líka til á Heilsubarnum.
Tilgangur innihaldsefna:
Fólat: inniheldur aðgengilegt form fyrir líkamann í formi fólinsýru (folinic acid). Þetta form á fólati er talið styðja heilbrigða metýlferla og erfðaþróun en hentar samt vel fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir metýlhópum. Athugið að ef fólat er ekki á réttu formi (gerviformi: folic acid) þá getur það blokkað frásog á fólati sem þú tekur inn eða færð úr fæðu.
B12- vítamín: Fólat þarfnast B-12 til að flytja metýl hópa á góðan hátt í gegnum "methionine" hringinn. Þetta form á B-12 er talið geta umbreyst í "metylcobalamin" í líkamanum og er á formi "hydroxocobalamin" og "adenosylcobalamin".
A-vítamín: Talið nauðsynlegt fyrir sjón, slímhimnur, og ónæmiskerfisstuðning. A-vítamínið er bæði á undanfara (precursor) formi sem beta karótín og á aðgengilega forminu retinyl palmitate til að styðja við þá sem eiga mögulega í erfiðleikum með að umbreyta beta karótíi í virkt form.
B6-vítamín: Talið styðja við heilbrigða meltingu og einstaka ógleði sem oft fylgir meðgöngu, sérstaklega á fyrri hluta hennar. B6 er á virka forminu P-5-P.
Lutein og zeaxanthin: Unnið úr flauelsblómi (Marigold - Tagetes erecta). Talið styðja við augnheilsu fóstursins og þróun sjónarinnar.
"Chelated" steinefni: Kalk og magnesíum eru á formum sem eru auðþekkjanleg og auðupptakanleg af líkamanum.
Ekkert járn: Blandan inniheldur ekki járn þar sem járn er talið keppa við kalkupptöku og margar konur þurfa ekki að taka inn járn. Þær sem þurfa að taka járn er bent á að taka járnið tveimur tímum frá þessari blöndu til að fá hámarks frásog frá öllum næringarefnum.