New
Uppselt

Endurheimtu orkuna eftir umhverfisveikindi | Námskeið

FRAMLEIÐANDI: Heilsubarinn

44.900 kr

Næsta námskeið byrjar 7. Janúar. Hægt er að versla námskeiðið og bíða með að byrja í allt að tvo mánuði.

  • Hefur þú unnið eða búið í rakaskemmdu og mygluðu húsnæði?
  • Ert þú að glíma við heilsubrest eftir viðveruna?
  • Færðu ekki hlustun eða skilning frá þínum nánustu/vinnuveitanda eða lækni?
  • Vilt þú fá ráðleggingar, valdeflingu og ráð til að endurheimta orkuna þína?

Eftirfarandi er innifalið í námskeiðinu:

  • 4 tímar þar sem mæting er í  Endurheimt Heilsumiðstöð, þar sem lögð er áhersla á fræðslu, æfingar til að róa taugakerfið og valdeflingu. 
  • App/námskeið á netinu með ítarefni, fræðslu og tólum til valdeflingar sem þú getur farið í gegnum á eigin hraða (og notast við ef þú treystir þér ekki að mæta eða býrð ekki á höfuðborgarsvæðinu).
  • Afsláttur af bætiefna pakka sem er sérvalinn fyrir námskeiðið (frá Heilsubarnum) (athugaðu að bætiefnin eru ekki innifalin í námskeiðisgjaldi).
  • 4x kort í infrarauðan hjúp eða infrarauðan sauna klefa sem hægt er að nýta á námskeiðs tímanum. (verðmæti 18.000kr)
  • Tilboð á 8 tíma korti í Vacumed – sogæðameðferð – verð 15.800 kr (fullt verð 38.000kr)

Leiðbeinendur:

  • Guðfinna Halldórsdóttir heilbrigðisverkfæðingur og eigandi Heilsubarsins. Guðfinna hefur alla tíð haft áhuga á heilsu og eftir að hafa sjálf veikst vegna viðveru í rakaskemmdu húsnæði og náð bata þá hefur hennar vinna sl ár snúið að því að efla heilsu Íslendinga með góðum heilsuvenjum og hágæða bætiefnum. Guðfinna hefur einnig sótt námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi. Guðfinna mun veita bætiefnaráðgjöf á námskeiðinu og eftirfylgni í tengslum við notkun á bætiefnum.
  • Linda Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari mun halda utan um hópinn og stýra fræðslunni, bæði á staðnum og í appinu. Linda veiktist sjálf eftir viðveru í rakaskemmdu húsnæði og hefur sjálf fundið leið til bættrar heilsu og miðlar nú áfram þekkingu sinni. Linda hefur sl 22 ár unnið að því að efla heilsu fólks og hefur tekið námskeið í tengslum við meðferð eftir umhverfisveikindi.  
  • Una Emilsdóttir sérnámsklæknir í Umhverfislæknisfræði hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar með lifnaðarháttum. Una veitir þátttakendum innsýn í sína vitnesku á námskeiðinu.

Tímarnir í Endurheimt fara fram á þriðjudögum kl. 12:30-13:30.

Hámark 10 komast að í hvern hóp.

Tímarnir fara svona fram:

  • 20 mín fræðsla í hverjum tíma (streita, svefn, umhverfið, bætiefni og fleira) – öll fræðsla er einnig aðgengileg í formi fyrirlestra á appi.
  • Streitulosandi hreyfing, flæðisæfingar, bandvefslosun með bolta, öndunaræfingar
  • Leidd slökun í lok hvers tíma

Námskeiðið fer fram í Endurheimt Heilsumiðstöð sem er fyrsta og eina heilsumiðstöðin á Íslandi sem er staðsett í umhverfisvottuðu húsnæði. Við erum meðvituð um umhverfið okkar og er efnanotkun takmörkuð á staðnum og biðjum við þátttakendur að mæta ilmefnalausir (ekki með ilmvatn, krem, svitalyktaeyði, lykt frá þvottaefni eða mýkingarefni osfrv.).

Einnig óskum við eftir að einstaklingar sem eru ekki komnir í heilnæmt húsnæði bíði með að hefja þátttöku í þessum hópi og leiti frekar í einstaklings ráðgjöf hjá Lindu eða Alettu.

Þátttökugjald er 44.900kr - ásamt því er notuð beiðni í sjúkraþjálfun fyrir hóptímunum.

Athugaðu að flest stéttarfélög endurgreiða þátttökugjald.

Hér er hægt að sjá dagskránna:

VIKA 1: Taugakerfið – Streitulosun – Endurheimt

VIKA 2: Svefnvenjur – Vagus æfingar – Þrautseigja - Bætiefni

VIKA 3: Meltingin – Mataræði – Uppskriftabók

VIKA 4: Umhverfið – Valdefling

Ítarefni í appinu:

  • Leiddar hugleiðslur og öndunaræfingar
  • Heima vagus æfingar til að róa taugakerfið
  • Stuttar heimaæfingar undir leiðsögn sjúkraþjálfara
  • Upplýsingar um bætiefni sem styðja við ferlið
  • Markmiðasetning í hverri viku þar sem innleiddar eru góðar heilsuvenjur án öfga.
  • Ýmiss konar fræðsla
19.nóvember
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Endurheimtu orkuna eftir umhverfisveikindi  | Námskeið

Endurheimtu orkuna eftir umhverfisveikindi | Námskeið

44.900 kr
19.nóvember