Plöntuprótein drykkur frá Nuzest með góðgerlum og forgerlum fyrir meltinguna.
Blandan inniheldur prótein úr evrópsku gullbaunapróteini, inniheldur 1 billjón CFU af Bacillus coagulans sem eru míkrógerlar sem þola hátt hitastig og háa magasýru. Einnig inniheldur blandan forgerla.
Framleiðsluferlið á próteininu:
- Einangrunarferlið við að vinna próteinið úr baununum er algjörlega byggt á vatni og laust við skaðleg efni.
- Próteinið frá Nuzest er án glútens, soja, mjólkur, lektíns og óerfðabreytt. Próteinið stenst ströngustu kröfur heims um glúteninnihald, <5ppm
Engin aukaefni eða fylliefni.
Blandan fæst með súkkulaði og vanillu bragði.
Allar framleiðslulotur hjá Nuzest eru prófaðar fyrir örverum, þungmálmum og skordýraeitri.