New
Uppselt

Magnesíum Byltingin|Drykkur

FRAMLEIÐANDI: Bioptimizers

6.330 kr

Magnesíum Byltingin á bragðgóðu drykkjarformi:

  • Þessi Magnesíum Byltingin er með 8 tegundum af magnesíum söltum og er á duftformi sem hægt er að blanda í vatn til að fá drykk.
  • Talið besta magnesíum bætiefnið fyrir svefn
  • Stuðlar að jafnvægi í streituviðbragði og slökun
  • Sofnaðu hraðar og sofðu dýpra
  • Lífræn náttúruleg bragðefni og litarefni
  • Hentar grænmetisætum
Ávaxta
Hindberja límónaði
Nánari upplýsingar
Innihaldslýsing
Notkun
Vísindagreinar
Mikilvægar upplýsingar
Nánari upplýsingar

Magnesíum er talið eitt af mikilvægustu steinefnum líkamans. Það tekur þátt í yfir 600 mismunandi lífefnafræðilegum viðbrögðum líkamans [1].

Hvenær er best að taka magnesíum?

Þegar þú tekur magnesíum á morgnana, þá styður það við heilavirkni og streitu viðbragð yfir daginn. Ef þú tekur háa skammta á kvöldin, þá styður það slökun og getur hjálpað við svefn. Þess vegna er betra að dreifa inntökunni yfir daginn til að fá sem mest útúr því. Ef það er ekki hægt, þá tekurðu það bara þegar hentar. Best er að taka steinefna fæðubótarefni á tóman maga fyrir hámarskupptöku, en sumir finna fyrir magaóþægindum þegar þeir gera það og taka það þá með mat.

Líkaminn hefur ekki mikla hæfileika til að geyma mikið af magnesíum í líkamanum, þess vegna er mikilvægt að reyna að taka það á hverjum degi fyrir hámarks árangur.

Kostir magnesíums:

Hjartaheilsa:

Magnesíum er einstaklega mikilvægt fyrir hjarta- og æðaheilsu [2]. Magnesíum skortur virðist hafa neikvæð áhrif á eiginleika æða til að dragast saman, blóðstorknun og stress viðbrögð sem öll tengjast hjartanu. Aukin magnesíum inntaka til að leiðrétta skort virðist hjálpa til að bæta hjartaheilsu.

Eiginleikar til að tækla stress og hjálpa við slökun:

Rannsókn sýndi fram á að inntaka á magnesíum fæðubótarefni hjálpaði til við að lækka stress hjá fólki sem var í magnesíum skorti [3]. Í annarri rannsókn var sýnt fram á að inntaka B6 vítamíns samhliða inntöku á magnesíum fæðubótarefni hjálpaði 40% meira en eingöngu inntaka á magnesíum við alvarlegu stressi. [4]

Skap, heila- og hugarheilsa:

Í einni rannsókn var 248mg af elemental magnesíum gefið og gefur rannsóknin til kynna að töluverð bæting á skapi hafi átt sér stað eftir 2 vikur [5]. Önnur rannsókn sýndi fram á að magnesíum fæðubótarefni hafi bætt skap eldra fólks með sykursýki 2. [6].



Æfingar og endurheimt

Inntaka magnesíums er talin bæta snerpu og styrk hjá íþróttafólki [13], mögulega með því að gera glúkósa orkuskiptin betri. Hún er einnig talin styðja við nauðsynlegt stress viðbragð við æfingum, minnka skemmdir í vöðvum og bæta æfingaendurheimt (400mg tekin daglega með morgunmat). [14]

Svefngæði

Ein rannsókn sem 46 eldri einstaklingar með svefnvandamál tóku þátt í, sýndi fram á að inntaka 500mg af magnesíum daglega minnkaði endurgjöf þátttakenda á svefnvandamálum, tíma sem það tók að sofna og kortisól. Einstaklingarnir sem tóku inn magnesíum höfðu einnig hærri melatónín gildi í blóðvökva, sváfu dýpra og voru ólíklegri að vakna upp um miðja nótt. [15]

Sterkari bein

Magnesíum er þekkt fyrir að vera ein af byggingareiningum beinanna. [16] Magnesíumskortur getur ýtt undir beinþynningu með því að:

koma í veg fyrir eðlilega beinmyndun.
að valda vægum bólgum í líkama
að auka kortisól sem getur leitt til lækkunar í beinmassa.
lækka kalkkirtilshormón
Í klínískri rannsókn sem 73684 konur í tíðahvörfum tóku þátt í, kom fram að lág inntaka magnesíums virtist tengjast lægri beinþéttni í mjöðmum og í líkamanum öllum. Inntaka af magnesíum rétt yfir ráðlögðum dagsskammti virtist tengjast lægri tíðni af framhandleggs- og úlnliðsbrotum. [17]

Innihaldslýsing
Notkun

1 skeið í um 170ml af vatni

Vísindagreinar

1. https://journals.physiology.org/doi/full/10.1152/physrev.00012.2014

2. https://openheart.bmj.com/content/5/2/e000775

3. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5452159

4. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6298677

5. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5487054

6. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19271419

7. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19271419

8. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/15319146

9. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/1541384

10. https://care.diabetesjournals.org/content/26/4/1147

11. https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/10408398.2020.1790498

12. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26016859

13. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5622706

14. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6723322

15. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3703169

16. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3775240

17. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3953885

18. https://www.ahajournals.org/doi/full/10.1161/hypertensionaha.116.07664

Mikilvægar upplýsingar

Customer Reviews

Based on 9 reviews
89%
(8)
0%
(0)
11%
(1)
0%
(0)
0%
(0)
J
Jónína Gissurardóttir
Þetta magnesíum og beserene

Þessi tvö efni hafa hjálpað mér þvílíkt mikið varðandi svefn og meltingu.
Hef lengi átt í vanda með hvoru tveggja en eftir að ég byrjaði að taka þessi efni - eru þessi vandamál nánast úr sögunni.
Ég sef lengur og betur þ.e. dýpri og betri svefn. Og meltingin nánast orðin góð.

H
Hrund Gautadóttir
Gott Magnesium

Öll fjölskyldan hefur verið að drekka þetta Magnesium með hindberja/límonaði bragði. Okkur finnst þetta mjög gott og virka jafn vel og hylkin. Mæli með.

E
Elín Rós Hansdóttir
Magnesíum sem virkar vel

Þetta er að virka mjög vel, hef verið að fá heiftarlegan sinadrátt í fætur sem hefur ekki komið frá því ég hóf inntöku

Á
Ágústína Haraldsdóttir
Magnesíum Byltingin

Búin að nota efnið ca 10 daga, finn mikin mun á svefni og svefngæðum, sofna fljótt og sef betur og lengur😊 og er þar af leiðandi orkumeiri yfir daginn, mæli með😊

V
Vilborg Sigurðardóttir
Frábær bætiefni.

Þetta er frábær vara mér líður mjög vel af þessu og frábær bætiefni.

Frítt að sækja á Dropp stað

Þegar verslað er fyrir 20 þúsund krónur og meira.

Greiðslumáti.

Við tökum við debet og kredit kortum, ásamt Netgíró.

Vöruskil.

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru.

VÍSINDALEGA RANNSÖKUÐ INNIHALDSEFNI

HVAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ?

Bætiefni og vítamín á Heilsubarnum eru sérstaklega valin inn með tilliti til þessa og er mikil áhersla lögð á að þau séu af réttri tegund sem nýtist líkamanum.

Innihaldsefnin og tegundir þeirra hafa vísindarannsóknir á bakvið sig til þess að staðfesta virkni þeirra.

Við gerum okkar besta í að benda á vísindagreinar þegar það á við.

AF HVERJU SKIPTIR ÞAÐ MÁLI?

Algengt er að þeir sem eru leitast eftir að bæta heilsuna með bætiefnum og vítamínum séu í þörf fyrir það og heilsan ekki í topp standi.

Þá eru góðar líkur á að líkaminn sé ekki í standi til að nýta öll innihaldsefni eða tegundir innihaldsefna og þá er gríðarlega mikilvægt að þau séu á formum sem eru lífaðgengileg og frásoganleg og tekið sé tillit til umhverfis og erfða.

Meiri upplýsingar
Magnesíum Byltingin|Drykkur

Magnesíum Byltingin|Drykkur

6.330 kr
Ávaxta
Hindberja límónaði