Þyngdarstjórnun getur verið flókin og falið í sér umhverfis- og lífsstílsþætti, þar á meðal streitu, svefn, mataræði og hreyfingu.
Fjölmargir efnaskiptaþættir eru tengdir jafnvægi líkamans á hormónum, genum og örveru í þörmum.
MediBolic blandan frá Thorne er sérstaklega hönnuð fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á þyngdarstjórnun eða vilja takast á við efnaskiptaheilkenni.
Þetta er fjölvítamín/steinefnasamstæða sem inniheldur 18 grömm af próteini og 10 grömm af leysanlegum bragðgóðum trefjum með vanillu /kanilbragði.
Kostir MediBolic:
Talin:
• Auka fitubrennslu (hitamyndun)
• Styðja við heilbrigðan blóðsykur og blóðfitugildi
• Hjálpa til við að byggja upp magran vöðvamassa
• Styðja mýkt æða til að viðhalda heilbrigðum blóðþrýstingi
• Veita næringarstuðning fyrir fitulifur
Helstu næringarefni og jurtir í MediBolic eru:
JamboLean® – sérræktað jurtaþykkni unnið úr Syzygium cumini (einnig þekkt sem Eugenia jambolana); rannsóknir sýna að þetta jurtaþykkni er talið styðja við heilbrigðan blóðsykur.
Kanillþykkni – talið hafa jákvæð áhrif fyrir offitusjúklinga, þar á meðal til að hjálpa til við að viðhalda heilbrigðum blóðsykri, blóðþrýstingi og lípíðmagni, auk þess að hjálpa til við að byggja upp magan vöðvamassa.
Sunfiber® – vatnsleysanlegar, að hluta til vatnsrofnar guargúmmí trefjar, sem gefa 10 grömm af leysanlegum trefjum í hverjum skammti. Guar gum ýtir undir mettun (seddutilfinningu) og er talið bæta blóðsykursáhrif máltíðar. Sunfiber er auðmeltanlegt án loftgangsins og uppþembunnar sem maður verður oft fyrir með trefjaríkri viðbót.
Resveratrol – pólýfenól sem er í rauðvíni og mörgum plöntum, resveratrol er talið hjálpa til við að móta marga þætti sem tengjast efnaskiptaheilkenni, þar á meðal starfsemi æðaþels, blóðsykur og insúlínnæmi.
Grænt te phytosome - koffeinlaust grænt te þykkni sem er bundið fosfólípíðum til að auka frásog.
Inniheldur 14 skammta.