Algengar spurningar

1. "Ég hef áhyggjur af kostnaði við að kaupa bætiefni. Eru þau þess virði að fjárfesta í?"

Svar: Það er rétt að bætiefnin á Heilsubarnum eru í hærri kantinum samanborið við önnur bætiefni á markaðnum, en þau eru sérstaklega formúleruð með hágæða innihaldsefnum til þess að tryggja virkni og áreiðanleika. Það að fjárfesta í heilsunni er langtíma fjárfesting sem borgar sig seinna meir með lægri heilbrigðiskostnaði í framtíðinni. 

2. Virkni - "Hvernig veit ég að bætiefnin virki? Ég hef prófað önnur bætiefni og þau virkuðu ekki fyrir mig."

Svar: Við skiljum áhyggjur þínar. Bætiefnin hjá okkur eru studd af klínískum rannsóknum og hafa fengið mörg jákvæð ummæli frá bæði viðskiptavinum okkar á Íslandi og hjá framleiðendunum sjálfum erlendis. Við bjóðum uppá endurgreiðslu ef þú ert ekki ánægð/ur með bætiefnin og finnst þau ekki virka fyrir þig, við erum öll misjöfn og ekki endilega það sama sem hentar öllum. Þú getur því prófað þau áhættulaust. 

3. Öryggi - "Ég hef áhyggjur af mögulegum aukaverkunum eða milliverkunum við lyf sem ég er að taka. Eru þessi bætiefni örugg?"

Svar: Öryggi þitt er forgangsverkefni okkar. Fæðubótarefnin okkar eru vandlega hönnuð með hágæða innihaldsefnum og gangast undir strangar prófanir til að tryggja öryggi og verkun. Hins vegar mælum við alltaf með að þú hafir samráð við heilbrigðisstarfsmann áður en þú byrjar á nýjum bætiefnum til að takast á við hugsanlegar milliverkanir eða áhyggjur sem tengjast heilsu þinni. 

4. Áreiðanleiki: "Það eru svo mörg fæðubótarefni í boði á netinu og það er erfitt að vita hverjir eru áreiðanlegir. Hvernig get ég treyst vörum ykkar?"

- Svar: Við skiljum áhyggjur þínar. Fyrirtækið okkar leggur áherslu á gagnsæi og gæði. Eigandi Heilsubarsins er heilbrigðisverkfræðingur og hefur góða þekkingu á bætiefnum, heilsu og vísindum og hefur erlendur, löggiltur næringarfræðingur með mikla reynslu af bætiefnum og notkun þeirra til að bæta heilsu fólks farið yfir vöruúrvalið.

Við fáum hráefni okkar frá virtum birgjum og framleiðsluferlar þeirra fylgja ströngum gæðaeftirlitsleiðbeiningum. Við veitum einnig nákvæmar upplýsingar um innihaldsefnin og ávinning þeirra, svo og umsagnir viðskiptavina til að hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun.

5. Þægindi: "Ég er ekki viss um hvort ég get stöðugt tekið þessi bætiefni á hverjum degi. Ég gleymi oft eða hef upptekinn lífsstíl."

- Svar: Við skiljum að það getur verið krefjandi að viðhalda stöðugri fæðubótarrútínu. Fæðubótarefnin okkar eru hönnuð til að vera auðvelt að koma inn í daglega rútínu þína, með skýrum skammtaleiðbeiningum og þægilegum umbúðum. Við bjóðum einnig upp á áskriftarmöguleika til að tryggja að þú verðir aldrei uppiskroppa með fæðubótarefnin þín, sem gerir það auðveldara að vera halda og uppfylla heilsumarkmiðin þín.

Based on 366 reviews
90%
(329)
5%
(20)
2%
(8)
1%
(4)
1%
(5)

Ég fór strax að sofa betur eftir að ég fór að taka inn Nu mind wellness.

Heilaþokunni létti

Ég hef verið að glíma við mikil veikindi eftir myglu á vinnustað. Þreyta, orkuleysi, slen, hárlos/brot, útbrot á húð, bólgur í andliti og í likamanum auk þess sem lungun voru mjög viðkvæm. Ég var greind með ofnæmi fyrir myglu ásamt ofnæmis-astma. Eftir að hafa tekið 1 töflu var eins og ég hefði tekið hjálm af höfðinu, því heilaþokunni létti talsvert. Ég fann mikinn mun á mér og fann orku sem ég hafði ekki fundið lengi. Hinsvegar finn ég að það hefur slæm áhrif á meltinguna ef vatnsinntaka er ekki næg. Ég er ekki búin að klára heilt box og hugsa að kannski sé sniðugt að taka pásur á milli. Ég get Klárlega mælt með að gefa þessu bætiefni fyrir fólk sem er að berjast við umhverfisveikindi.

Hjálpar svefninum

Ég á auðveldara með að ná slökun á kvöldin og festa svefn.
Frábær vara.

Flott vara

Hjálpar mikið við að draga úr liðverkjum yfir daginn og bætir orkuna yfir miðja daginn.

Vonbrigði

Hentar mér ekki.

Orkugjafi fyrir líkama og sál

Eftir að ég byrjaði að nota Focuz þá finn ég mikin mun á bæði andlegri og líkamlegri orku. Ég get einbeitt mér meira og lengur í einu að verkefnum. Þessi vara fær 100% mín meðmæli og hef ég nú prófað margt😀

Virkar !

Hef verið með mikla sykurlöngun en eftir þessar töflur hef það alveg borðið og finn fyrir miklu jafnvægi hjá mér ð

Gott fyrir svefninn

Frábær vara

Bragðgott orkuboost, virkilega vönduð vara

Ráðgjöf hjá Alettu

Eftir 10 ár af óútskýrðum veikindum og endalausum læknis tímum án einhverra svara, þá vissi ég alltaf að það væri eitthvað meira að heldur en þessi endalausu regnhlífar hugtök yfir öll þessi óútskýrðu einkenni eins og vefjagigt og ME. Ég vildi ekki sætta mig við að ég væri með einhverja sjúkdóma sem ekki væri hægt að laga!
Ég barðist á hnefanum og las endalaust af fræðigreinum hvað gæti verið að.
Ég var mjög mikið föst heima, þar sem ég hafði ekki mikla orku til að fara út, hvað þá sinna heimilinu. Þá var það bara orðið ljóst að ég virkilega þurfti á meiri hjálp að halda.
Ég þurfti einhvern með meiri/aðra þekkingu eða annað sjónarhorn á öllum þessum veikindum með mér í lið og þá frétti ég af Alettu! þó svo að ég hafi verið efins fyrst, því ég var búin að lenda svo oft á veggjum allstaðar þá var það, það besta sem ég hefði getað gert var að fara til hennar!
Og að upplifa sig ekki lengur eina í öllu skiptir líka mjög miklu máli!
Við tókum allskonar test og það mikilvægasta var að þar lá svarið! Svarið við öllum mínum veikindum og mikið var ég glöð! Loksins var búið að finna út hvað væri að og að það væri hægt að laga það og það gaf mér svo mikla von, þar sem ég var orðin nálægt því að gefast upp þá gaf þetta mér lífsviljann aftur.
Guðfinna (eigandi Heilsubarsins) gerir sitt besta í að panta það sem þarf og viti menn, ég fann mun eftir 2 vikur og sé fram á fullan bata!
Aletta er fljót að svara ef það vakna spurningar og er mikið til taks í þessu ferli og eftirfylgnin er góð.
Núna hef ég verið full af orku síðan ég byrjaði á dropunum þrátt fyrir að eiga langt í land en það er stór sigur að komast uppúr sófanum! Svo ég mæli 100% með Alettu!

Enginn munur

Ég finn engan mun á mér búinn að taka þetta í mánuð.
Virkar eins og lyfleysa

Frábært prótein

Eitt besta og hollasta próteinið á markaðnum!

Virkar mjög vel

Meiri og betri svefn

Óviss ennþá

Finn lítinn mun, en ætla að klára skammtinn.

S
HCL Guard™
Sigrún M
Óviss ennþá

Finn ekki mikinn mun og ætla að gefa þessu annað tækifæri. Finnst ég vera svolítið orkumeiri en loft í þörmum hefur lítið breyst.

Curalin

Hefur algjörlega breytt minni andlegri og líkamlegri líðan. Löngun í sætindi eftir máltíð mínkað og ég veit að hún hverfur "ernú bara á fysrtsu dollu", betri líðan í þörmum og risli= betri útskilun, svefn betri, ef ég fæ mér sykur er curlain að mínka vanlíðan á eftir. Hlakka til að upplifa meiri jákvæðar breytingar og nú veit ég að viljastyrkurinn minn hefur ekkert með þetta að gera, þetta snýst um blóðsykurinn að halda honum stöðugum og það gerir guralin fyrir mig
Kveðja LHS

Gott jafnvægi

Finn mikinn mun,,ekkert sætt

Endurheimt

Ég er að taka mjög erfiðar æfingar tvisvar til 4 x í viku
sem kláruðu mig alveg, ég átti ekkert eftir og var lengi að jafna mig, eftir inntöku af Shilajit töflunum í mánuð er ég algjörlega ferskur og er fljótur að ná endurheimt.
Ég er sextíu ára

B
Ashwagandha Extract
Baldvin Þorsteinsson
Virkni

Keypti 2 dollur og nota samviskusamlega, engin finnanleg virkni mánuði síðar 😮‍💨

Gott kaffi sem er laust við eiturefni

Ég er mikið fyrir kaffi en leitað lengi eftir kaffi sem er laust við aukaefni og er lífrænt. Bragðast vel og ekki of dýrt miðað við gæði.

L
Curb® |Fyrir náttúrulega stjórn á matarlyst og þyngd
Linda Hlín Sigbjornsdottir

Gagnaðist mér ekki.

Frábær vara.

Frábær vara.

ómissandi

Það er alveg á hreinu, ég svef betur vakna úthvíld. Algjörlega ómissandi.

Þ
Curb® |Fyrir náttúrulega stjórn á matarlyst og þyngd
Þorbjörg Samsonardóttir
Virkar

Virkar vel mikið minni sykurlöngun