FRAMLEIÐANDI: Vitality Pro
Þessi háþróaða kollagenformúla inniheldur vatnsrofið kollagenpeptíð sem fengin eru úr grasfóðruðum evrópskum nautgripum.
Það inniheldur Peptan® B2000LD sem veitir bæði tegund I og III collagen, ásamt tegund II kollageni frá Colartix®. Formúlan inniheldur einnig 120mg af hýalúrónsýru (e. Hyaluronic acid) af sodium hyaluronate gerð og 80mg af C vítamíni (97% ascorbic acid).
Þessi samsetning miðar að því að efla kollagenframleiðslu og viðhald líkamans en einnig að tryggja bestu virkni og langlífi kollagenbygginga í líkamanum og stuðla þannig að heildar húð- og liðaheilbrigði.
Hýalúrónsýra er þekktari í snyrtivörum og í húðfegrun en er líka frábær til inntöku og hafa rannsóknir sýnt að hún auki raka í húðinni og hafi jákvæð áhrif á hrukkur og liði. Nýleg rannsókn hefur sýnt að hún er að hafa jákvæð áhrif á verki í liðum hjá fólki með slitgigt í hnjám.
- Vatnsrofið kollagenpeptíð frá nautgripum (12,75g) + hýalúrónsýra (120mg) + C vítamín (80mg) í hverjum skammti
- Kollagen úr grasfóðruðum nautgripum frá Evrópu, framleidd í Þýskalandi.
-
Inniheldur Peptan® B2000LD (gerð I og III) og Colartix® (gerð II)
- 388,5g í dollu (30x12,95g)
- Skeið fylgir (2 skeiðar í skammti)
- Prófað á rannsóknarstofu af þriðja aðila fyrir örverum og þungmálmum - vottorð fylgja á myndum
- Inniheldur engin fylliefni, erfðabreytt efni, gervilitarefni, rotvarnarefni eða bragðefni
Til að ná sem bestum árangri er best að setja 2 skeiðar í 250ml af köldum eða heitum vökva einu sinni á dag, hræra vandlega og drekka.
Allar Vitality Pro vörur eru framleiddar og prófaðar af þriðja aðila samkvæmt GMP stöðlum og eru ISO9001:2015 gæðavottaðar.
1. Oral administration of polymer hyaluronic acid alleviates symptoms of knee osteoarthritis: A double-blind, placebo-controlled study over a 12-month period.