C8 mct olía getur bætt fljótlegri og langvarandi orku í líkama þinn og heila.
Þessi vara frá Nyttoteket samanstendur af kaprýlsýru, einnig kölluð oktansýra sem er fitusýra sem samanstendur af átta kolefnisatómum (C8).
Þessi fitusýra er því styttri sameind en vinir hennar C10 (10 kolefnisatóm) og C12 (12 kolefnisatóm) sem þýðir að henni verður breytt hraðar í orkugefandi ketón.
Til samanburðar inniheldur kókosolía um það bil 6-7% kaprýlsýru öfugt við C8 sem samanstendur af 100% kaprýlsýru. Með C8 olíunni geturðu notað ketón sem eldsneyti án þess að vera endilega í ketósu.
C8 olían frá Nyttoteket er eingöngu byggð á kókosolíuafurð, ekki pálmaolíu sem algengt er að mct olía sé byggð á.
Nyttoteket vill ekki nota pálmaolíu þar sem það stuðlar að eyðileggingu búsvæði órangútansins meðal annars.
MCT olíu má nota í kaffið, hristinga, á salat og fleira sem þér dettur í hug. Hún er bragðlaus (ekki með kókosolíubragði).
Uppskrift af prótein vöfflum (carnivore) Kristu er hér og erum við með tilboð á þeim hráefnum sem fást á Heilsubarnum.