FRAMLEIÐANDI: Seeking Health
HistaminX inniheldur efni úr jurtum og plöntum sem vinna saman að því að veita stuðning yfir frjókornatímabilið og styðja við heilbrigt bólguviðbragð.
Blandan inniheldur flavínóða eins og quercitin, rutin og luteolin sem eru talin spila hlutverk í að móta histamín viðbragð líkamans.
Nettlulauf hafa lengi verið notuð í te og á annan hátt til að styðja við lungun, þvagrásina, slímhimnur og almenna heilsu.
Bromelain, ensím sem finnst í ananas er talið styðja við heilbrigt bólgusvar og er stundum notað sem meltingarensím.
Glucoraphanin sem finnst í grænmeti eins og brokkolí og blómkáli er talið styðja við heilbrigt hreinsunarferli líkamans, heilbrigt ónæmiskerfi og stuðning við hvatbera.