Ég var að fá þetta í dag og hef töluverðar væntingar. Gef fullt hús stjarna í samræmi við væntingar. Á í vandræðum með súrefnisflæði í fótleggjum vegna æðavanda og lýsingin er freistandi. Fattaði samt ekki fyrr en ég fékk þetta að það er talað um 3 hylki 2 svar á dag. Það gerir 6 á dag. Þá endast þessi 60 hylki ekki nema í 10 daga. Almennt verð tæplega 15 000 krónur. Ég ætla samt að klára þessa 10 daga og gá hvort ég fer að gera gengið fleiri skref án hvíldar sökum slaks blóð- og þar með súrefnisflæðis til fótleggja.
Bara mjög fínt, pantaði líka með súkkulaði og fleiri vörur.
Magnesíum Breakthrough hefur hjálpað mér mikið við að ná betri svefni og finn fyrir meiri orku yfir daginn. Einnig hefur fótapirringur og krampar í fótum minnkað mikið..
Mæli eindregið með þessari vöru.

